Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býr í blokk á Dunhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Katrín er sátt við að búa í því mikla návígi við annað fólk sem fylgir búsetu í blokk og virðist líta á það sem kost frekar en annað. Katrín fór yfir kostina á Instagram.
„Að þínu mati, hvað er best við að búa í blokk?“ spurði fylgjandi Katrínar á Instagram. „Það besta við að búa í blokk er að búa með öðru fólki, búa með frábærum nágrönnum og bera sameiginlega ábyrgð. Allavega, mér finnst það frábært,“ svaraði Katrín.
Blokkin sem Katrín býr í ásamt eiginmanni sínum og þremur sonur var byggð árið 1957. Minni íbúðirnar í blokkinni eru 99 fermetrar en þær stærri eru 108 fermetrar.