Guðmundur Örn Þórðarson og Ragnhildur Sveinsdóttir hafa ruglað saman reytum. Hann er fjárfestir, oft kenndur við olíufélagið Skeljung. Ragnhildur var áður gift Eiði Smára Guðjohnsen.
Parið hefur verið saman síðan á síðasta ári og var saman á skíðum á Spáni á dögunum þar sem Ragnhildur býr.
Smartland fjallaði um fasteignakaup Guðmundar á síðasta ári þegar hann festi kaup á Stekkjarflöt 22 sem er einstakt hús á góðum stað í Garðabæ.
Í viðtali við mbl.is sagði Ragnhildur frá lífshlaupi sínu en eins og kemur þar fram hefur hún einstaka sýn á lífið og nýtur þess í botn.