Ef það er eitthvað sem fólk hefur lært í kórónuveirunni þá er það það að eiga falleg rúmföt til þess að geta haft það sem best heima hjá sér. Smekkur fólks á rúmfötum er misjafn en eitt er þó víst; það kveður við örlítið nýjan tón. Nú er það blómamunstur sem á upp á pallborðið.
Meadow-rúmfötin frá Södhal eru afar falleg en þau koma í tveimur litum, hvít og kremuð, og koma með vorið beint inn í svefnherbergi. Á rúmfötunum má sjá blágresi, valmúa, vallhumal, kornblóm og smára svo einhverjar blómategundir séu nefndar.
Södahl-rúmfötin eru öll úr lífrænni bómull og eru auk þess GOTS-vottuð með OEKO-TEX-vottun sem segir okkur það að rúmfötin innihalda engin skaðleg efni.