Birgir keypti Högnuhúsið í Brekkugerði

Félag Birgis Arnar Brynjólfssonar, Grandview ehf., hefur fest kaup á Högnuhúsinu við Brekkugerði 19. Hann þekkir götuna vel og labbaði framhjá Högnuhúsinu þegar hann var á leið í skólann sem barn. Sjálfur býr hann á Miami á Flórída og hefur búið í Bandaríkjunum síðan 2008. Hann rekur fyrirtækið Antarctica Advisors sem sérhæfir sig í samrunum og yfirtökum í alþjóðlegum sjávarútvegi. 

Brekkugerði 19.
Brekkugerði 19. Ljósmynd/Sverrir Gunnlaugsson

Birgir segir í samtali við Smartland að hann hafi lengi haft augastað á Högnuhúsinu. 

„Húsið er eitt af merkustu húsum íslenskar byggingarlistar og þegar tækifæri gafst síðla árs 2020 þá var ákveðið að grípa gæsina,“ segir Birgir. 

Varstu búinn að hafa augastað á húsinu lengi?

„Ég ólst upp í hverfinu og labbaði framhjá húsinu daglega á leiðinni í skólann frá sjö ára aldri þannig að það má segja að ég sé búinn að hafa augastað á húsinu lengi,“ segir hann. 

Hvað var það við húsið sem heillaði þig?

„Ég hafði alltaf haft þá ranghugmynd að húsið væri dimmt og drungalegt en þegar maður kemur inn fara allar slíkar hugmyndir fyrir bí þar sem húsið er einstaklega bjart og fallegt að innan. Saga Högnu Sigurðardóttur er saga konu sem hafið mikinn kjark í að hanna hús í þessum stíl, verandi fyrsta konan í sinni stétt á Íslandi á þessum tíma. Hún var brautryðjandi í sinni stétt og hefur eflaust verið fyrirmynd margra kvenna í arkitektúr.“   

Ætlar þú að fara í einhverjar framkvæmdir? 

„Já, það er kominn tími á viðhald og uppfærslu á húsinu. Framkvæmdirnar verða miðaðar að því að vernda hönnunargildi þess og aðlaga húsið að þörfum nútímafjölskyldunnar,“ segir Birgir. 

Félag Birgis er einnig eigandi einbýlishúss við Brekkugerði 11 sem er nálægt Högnuhúsinu.  

„Við festum kaup á Brekkugerði 11 árið 2015 og kaupum þá af upphaflegum byggjendum hússins sem höfðu hugsað einstaklega vel um það í rúm 50 ár. Brekkugerði er ein fallegasta gata Reykjavíkur og húsin í götunni eru mjög vel byggð. Gatan er mjög miðsvæðis í Reykjavík og í einstaklega rólegu og fjölskylduvænu hverfi.“

Nú hefur þú búið í Bandaríkjunum síðan 2008. Er planið að flytja heim í Högnuhúsið eða var þetta bara gott kauptækifæri? „Framhaldið er óákveðið, en við stefnum á að búa í húsinu þegar við erum á Íslandi.“

Nú er Birgir að selja einbýlishús sitt við Brekkugerði 11. Það er 298 fm að stærð og var byggt 1963. Húsið er með arni og stórum stofum og hefur verið vel viðhaldið. 

Af fasteignavef mbl.is: Brekkugerði 11

Birgir Örn Brynjólfsson hefur fest kaup á Högnuhúsinu.
Birgir Örn Brynjólfsson hefur fest kaup á Högnuhúsinu.
Brekkugerði 11.
Brekkugerði 11.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda