Glæsilegt hönnunarraðhús í 103 Reykjavík

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Hvassaleiti í Reykjavík er glæsilegt endaraðhús komið á sölu. Húsið er 230 fm að stærð og var byggt 1961. 

Húsið er teiknað af Gunnari Hanssyni arkitekt sem var djarfur og í senn rómantískur í hönnun sinni. Meðal kunnra bygginga Gunnars í Reykjavík eru Morgunblaðshöllin við Aðalstræti 6, Kirkja Óháða safnaðarins við Háteigsveg, Hlemmur og Kaffibrennsla Ó. Johnsson & Kaaber við Tunguháls. Verk Gunnars bera með sér ákveðinn léttleika og fágun. Gunnar var sagður hafa haft næmt auga fyrir smáatriðum sem gefa verkunum ákveðna dýpt. Sem módernista tókst honum áberandi vel að tengja hús sín við stað og umhverfi, með viðeigandi efnis- og litavali.

Að innan er húsið fallega hannað í hólf og gólf. Eldhúsið er vel skipulagt með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og með eyju. Fyrir ofan eyjuna er háfur sem kemur niður úr loftinu og er smíðað í kringum hann á vandaðan hátt. 

Eldhús, stofa og borðstofa flæða saman áheillandi hátt og fá falleg húsgögn að njóta sín á heimilinu. Þar eru líka einstök listaverk sem prýða veggi. 

Af fasteignavef mbl.is: Hvassaleiti 113

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda