Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen og fyrrverandi eiginkona hans Ragnhildur Sveinsdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Fossvogi á sölu.
Um er að ræða 233,5 fermetra einbýlishús á einni hæð, neðst við opið útivistarsvæðið í Fossvoginum. Fasteignamat hússins er 137.900.000 kr. en ásett verð er 150.000.000.
Eiður og Ragnhildur skildu árið 2017 eftir 23 ára hjónaband. Árið eftir settu þau 190 fermetra sumarhús sitt á sölu.
Húsið í Fossvoginum er með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og við húsið er stór garður.