Vinsælasti hönnunarpúðinn verður að stól

Púðinn er í XL og nýtist til dæmis sem stóll.
Púðinn er í XL og nýtist til dæmis sem stóll. Ljósmynd/designhousestockholm.com

Íslenski púðinn Knot eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur hefur notið mikilla vinsælla síðustu ár. Nú hefur púðinn eignast stórt systkini ef svo má að orði komast en Ragnheiður hefur útfært hönnunina vinsælu í stærðinni XL. Knot XL nýtist til dæmis sem stóll. 

Ákveðin gleði einkennir hönnun Ragnheiðar sem skilur eftir sig forvitni. Það sama á við um stærri gerðina sem er væntanleg. Hún segist meðal annars nota Knot XL í jóga en auk þess að vera hönnuður er hún jógakennari. 

Nýja útgáfan býður upp á það að fólki sitji, leiki sér eða einfaldlega slaki á. Formið býður upp á óteljandi möguleika og minnir einna helst á skúlptúr. Sætið getur komið í stað stóla í stofunni eða verið við hefðbundna stofusófa. 

Hér má sjá stóru púðana eða stólana.
Hér má sjá stóru púðana eða stólana. Ljósmynd/designhousestockholm.com
Púðar Ragnheiðar eru vinsælir á Íslandi.
Púðar Ragnheiðar eru vinsælir á Íslandi. Ljósmynd/designhousestockholm.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda