Júlía fann sjaldgæfa hönnunarstóla á markaði

Júlía Brekkan.
Júlía Brekkan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Júlía Brekk­an legg­ur áherslu á að end­ur­nýta hluti í leik og starfi og brenn­ur fyr­ir að gefa göml­um mun­um nýtt líf. Heim­ili henn­ar í Hafnar­f­irði er stíl­hreint og nú­tíma­legt en marg­ir af hlut­un­um eiga sér langa sögu. Leynd­ar­mál Júlíu er að setja gömlu mun­ina í nýtt sam­hengi en einnig nýt­ist henni góð þekk­ing á hönn­un.

Júlía stundaði nám í hönn­un í Tækni­skól­an­um og síðar arki­tekt­úr við Lista­há­skóla Ísland. Auk þess að sinna hinum ýmsu arki­tekt­úr- og hönn­un­ar­verk­efn­um rek­ur hún vef­versl­an­irn­ar Un­la­bel.is, sem sel­ur gamla og sjald­gæfa muni, og Fyr­ir­mynd.is með það að leiðarljósi að selja teikn­ing­ar af sterk­um kven­fyr­ir­mynd­um.

„Ég hef alltaf verið mjög for­vit­in og frá unga aldri hef ég ávallt viljað vita úr hverju hlut­ir eru gerðir ásamt notk­un­ar­mögu­leik­um þeirra. For­vitn­in hef­ur einnig opnað fyr­ir mér ýms­ar dyr þar sem mér finnst gam­an að læra nýja hluti. Hönn­un­ar­nám og hin ýmsu nám­skeið, þar með talið mynd­list­ar- og kera­mik­nám­skeið hafa ýtt und­ir áhuga minn á eig­in8­leik­um og upp­runa hluta og hönn­un8­ar. Hönn­un og skipu­lag húsa hef­ur lengið verið mér hug­leikið og teiknaði ég ung ófá­ar til­lög­ur til breyt­inga á húsi for­eldra minna, mér til gam­ans. Um tíu ára ald­ur­inn var ég staðráðin í því að verða arki­tekt eða leggja fyr­ir mig nám í arki­tekt­úr og hönn­un,“ seg­ir Júlía um áhuga sinn á hönn­un.

Ljósið yfir borðstofuborðinun var búið að vera draumaljósið lengi. Ljósið …
Ljósið yfir borðstofu­borðinun var búið að vera drauma­ljósið lengi. Ljósið er úr Mód­ern og var Júlía svo hepp­in að vinna það á In­sta­gram-leik hjá Lindu Ben. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Margir sem kaupa sér skó en Júlía kaupir stóla. Hún …
Marg­ir sem kaupa sér skó en Júlía kaup­ir stóla. Hún er dug­leg að skipta út stól­um en við borðstofu­borðið er núna Cesca-stól­ar og aðrir ný­legri stól­ar sem hún fann á markaði. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tæki­færi í eldri mun­um

Júlía seg­ir að hug­mynd­in um að hlut­ir endi í geymslu eða rusli eft­ir stutt­an tíma hafi aldrei gengið upp hjá sér. Hún á ekki langt að sækja þá hug­mynda­fræði en faðir henn­ar kenndi henni snemma að föndra og nýta gaml­an efnivið. Hann var einnig dug­leg­ur að koma eldri mun­um í verð með því hug­ar­fari að aðrir sæju mögu­lega önn­ur tæki­færi í hlut­un­um en hann.

„Nýtn­in sem slík kom ekki út frá fjár­magns­skorti held­ur þeirri hugs­un að tæki­fær­in liggi einnig í því sem þegar er til staðar og ekki þurfi að stökkva til og kaupa inn nýtt hverju sinni. Gam­alt þýðir ekki að hlut­ur sé ónot­hæf­ur. Við lif­um í raun í þannig sam­fé­lagi að nýj­ung­ar eru á hverju strái og fljót­um við með á þeim hraða. Það að staldra við og sjá tæki­fær­in í eldri mun­um er fyr­ir mér eins og að vera í fjár­sjóðsleit þar sem ég set eldri hluti í nýtt sam­hengi og varpa þannig nýju ljósi og veiti fram­halds­líf. Þetta hug­ar­far til­einkaði ég mér og upp spratt vef­versl­un­in Un­la­bel.is með sölu á eldri mun­um í von um að þeir öðlist fram­halds­líf.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Falleg blóm í vasa geta gert mikið fyrir heimilið.
Fal­leg blóm í vasa geta gert mikið fyr­ir heim­ilið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og hefur oft verið máluð. Júlía pússaði …
Eld­hús­inn­rétt­ing­in er upp­runa­leg og hef­ur oft verið máluð. Júlía pússaði hana upp og málaði inn­rétt­ing­una hvíta. Hún lagði flís­arn­ar með hjálp afa síns. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Júlía fékk hug­mynd­ina að Un­la­bel.is í námi í arki­tekt­úr árið 2017 en fór al­menni­lega af stað með verk­efnið síðastliðið haust. „Un­la­bel merk­ir að eitt­hvað sé í raun ómerkt og hafi því hvorki upp­haf né eig­in­leg­an endi og myndi því eins kon­ar hringrás. Notaðir eldri mun­ir eru því sett­ir í nýtt sam­hengi og fá í raun annað tæki­færi og fram­halds­líf. Meg­in­mark­miðið er að fá okk­ur til þess að hugsa um verðmæti og tæki­færi eldri muna, eða hrein­lega þeirra hluta sem við eig­um nú þegar til,“ seg­ir Júlía sem bjó sér einnig til vett­vang til sölu á eig­in verk­um á Fyr­ir­mynd.is. En þar fer fram sala á teikn­ing­um af kven­fyr­ir­mynd­um sem ýtir und­ir mik­il­vægi þess að hafa sterk­ar fyr­ir­mynd­ir í líf­inu.

„Ef farið er vel með hlut­ina eiga þeir að geta enst leng­ur. Mér finnst þó ekki ólík­legt að marg­ir sjái tak­mörkuð tæki­færi í hlut­um og telji þá einnota. Mér finnst fátt skemmti­legra en að breyta til á heim­il­inu og skipta út hlut­um, sem ég á þegar til. Einnig hef ég verið að breyta hús­gögn­um og mun­um með máln­ingu og smá smíðavinnu. Nýj­ustu heima­til­búnu mublurn­ar eru drumb­ar greni­trjáa úr garðinum sem ég pússaði upp og bar á olíu.“

Júlía er að safna danska stellinu Broste. Stellið kemur fallega …
Júlía er að safna danska stell­inu Broste. Stellið kem­ur fal­lega út með öðrum kera­m­ík­mun­um sem Júlía hef­ur gert. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Finn­ur gull­mola á mörkuðum

Júlía á marga hluti sem koma frá mörkuðum. Hún tek­ur gjarn­an með sér muni heim þegar hún er á ferðalög­um er­lend­is og still­ir upp með hlut­um sem fyr­ir eru á heim­ili. „Ásamt því að fara á markaði finnst mér álíka skemmti­legt að vafra um á sölusíðum, inn­lend­um og er­lend­um, í leit að fal­leg­um mun­um til eig­in nota eða til þess að setja inn í vef­versl­un Un­la­bel.is,“ seg­ir Júlía.

Júlía pússaði upp grenitré úr garðinum sem nýtist sem borð. …
Júlía pússaði upp greni­tré úr garðinum sem nýt­ist sem borð. Gráa glervas­ann málaði Júlía. Hand­gerður kera­míkstjaki. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Hönn­un­ar­saga hef­ur kennt mér að þekkja hina ýmsu stíla, hönnuði og efni sem hjálpa mér að velja og þekkja hönn­un­ar­vör­ur. Fyr­ir skömmu var ég stödd á markaði hér­lend­is í leit að fal­leg­um vör­um þegar ég rak aug­un í lít­inn hring­stiga sem leiddi niður í kjall­ara. Ég opnaði hlið og gekk þar niður og dvaldi um stund þegar allt í einu sá ég glitta í tvo stóla sem ég kannaðist við. Ég kallaði til starfs­mann til að kanna hvort stól­arn­ir væru til sölu: „Ef þú nærð þeim máttu fá þá, við höf­um notað þá sem bóka­hillu­stoðir í mörg ár,“ svaraði starfsmaður­inn. Eft­ir dá­lít­inn tíma og mik­il erfiði náði ég loks stól­un­um und­an

Júlía hefur mikinn áhuga á blómum. Hún er oft með …
Júlía hef­ur mik­inn áhuga á blóm­um. Hún er oft með þurrkaðar grein­ar. Þessi vönd­ur fær að þorna heima hjá henni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Við heim­komu tók við mik­il rann­sókn­ar­vinna sem leiddi í ljós raun­v­irði og upp­runa Cesca-stól­anna sem teiknaðir voru af arki­tekt­in­um Marcel Br­eu­er í kring­um 1928. Þess­ir stól­ar eru í miklu upp­á­haldi hjá mér og tel ég það einnig vera vegna efn­is­vals þeirra, sem er það sama og afi minn notaði mikið við gerð hús­gagna á sín­um tíma sem hús­gagna­smiður. Tísk­an geng­ur í hringi og er efnið reyr sem notaður er í setu og bak stól­anna að ryðja sér aft­ur til rúms, líkt og það gerði í í kring­um 1930 og svo aft­ur um 1970.

 En vert er að nefna að fyr­ir mér fel­ast verðmæt­in ekki aðeins í verðgildi hlut­ar­ins held­ur einnig í út­liti hans og sögu og býð ég því upp á fjöl­breytt­ar vör­ur í vef­versl­un Un­la­bel þar sem er að finna bæði verðmæt­ar og sjald­gæf­ar vör­ur.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by UN­LA­BEL.IS (@un­la­bel.is)

Listaverk eftir Júlíu. Hún notaði til dæmis ull til þess …
Lista­verk eft­ir Júlíu. Hún notaði til dæm­is ull til þess að búa til áferð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Listaverkið er eftir Júlíu. Hún er oft að leika sér …
Lista­verkið er eft­ir Júlíu. Hún er oft að leika sér með mis­mun­andi efni og býr til skemmti­lega áferð sem mynda skugga. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Gráa vasann málaði Júlía.
Gráa vas­ann málaði Júlía. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Hundurinn er enskt postulín. Hundar eins og þessir segir Júlía …
Hund­ur­inn er enskt postu­lín. Hund­ar eins og þess­ir seg­ir Júlía vera á upp­boðsssíðum er­lend­is. Hann er til sölu Un­la­bel.is. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Bláir glermunir sem koma alltaf aftur í tísku. Júlía leitar …
Blá­ir glermun­ir sem koma alltaf aft­ur í tísku. Júlía leit­ar víða þegar hún safn­ar mun­um á sölusíðu sína. Hún fær stund­um aðgang að dán­ar­bú­um svo eitt­hvað sé nefnt. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Glervasarnir eru frá sænska merkinu Nybro.
Glervas­arn­ir eru frá sænska merk­inu Ny­bro. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Cesca-stólana fann hún á Júlía notaða.
Cesca-stól­ana fann hún á Júlía notaða. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda