Kristjana bjó í klaustri um tíma

Kristjana Þorgeirsdóttir er ævintýralega skemmtileg og opin kona. Hún hefur …
Kristjana Þorgeirsdóttir er ævintýralega skemmtileg og opin kona. Hún hefur búið víða, meðal annars í klaustri sem hún segir góða upplifun.

Kristjana Þorgeirsdóttir er ævintýralega skemmtileg og opin kona. Hún hefur búið víða, meðal annars í klaustri sem hún segir góða upplifun. Það muna án efa margir eftir Kristjönu, fyrrverandi þjálfara í Baðhúsinu, en í yfir 25 ár starfaði hún í hóp- og einkaþjálfun í Baðhúsinu og Sporthúsinu.

Hún starfar nú sem ráðgjafi og markþjálfi ásamt því að vera í námi.

„Ég bý í Garðabænum með tveimur yngri stelpunum mínum, þeim Helenu og Míu. Ég á fjögur börn og er mjög ánægð á þeim stað sem ég bý. Enda hef ég verið hér í tólf ár.“

Getur þú sagt mér hvar þú hefur búið um ævina?

„Ég ólst upp í kringum Laugardalinn. Eftir að ég varð fullorðin hef ég búið á þó nokkrum stöðum, til dæmis Kaupmannahöfn yfir sumar þegar ég var í menntaskóla. Ég flutti frekar ung að heiman, eða sautján ára. Þegar ég hugsa til baka þá var þetta mjög góður tími. Ég kláraði bara skólann og það var ekkert partístand á mér. Mér fannst alveg geggjað að búa ein. Ég flutti síðan óvænt til Akureyrar eftir stúdentspróf. Ég segi yfirleitt að ég hafi ætlað að vera í tvær vikur þar, en var í sjö ár. Það var frábær tími og ég eignaðist marga, kæra vini á þeim tíma. Akureyri á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu og ég fæ oft „heimþrá“ þrátt fyrir að fjölskylda mín búi ekki þar.“

Hver er skrítnasti staður sem þú hefur búið á?

„Vegna sérstakra aðstæðna hjá mér buðu vinkonur mínar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði mér að vera hjá sér. Það er sennilega skrítnasti en jafnframt einn sá fallegasti staður sem ég hef hallað höfði mínu á kodda. Ég vaknaði eldsnemma á morgnana við kirkjuklukkur og söng. Þetta var ógleymanlegur og dýrmætur tími.“

Það er fallegt í klaustrinu í Hafnafirði.
Það er fallegt í klaustrinu í Hafnafirði.

En sá skemmtilegasti?

„Skemmtilegast þótti mér að búa í litlu sveitaþorpi í Umbria-héraðinu á Ítalíu. Þar var ég með fjölskylduna mína, yngsta barnið tveggja ára og elsta tólf ára. Við aðlöguðumst ítölsku sveitalífi og eignuðumst marga, góða vini, bæði Ítala og aðflutta sem komu frá öllum heimshornum. Þarna fólust lífsgæðin í því að eiga samveru við fólkið sitt og vini. Að borða góðan mat, staldra við í lífinu og anda að sé gróðurilminum. Umbria er græna hjarta Ítalíu og mikil ræktun eins og annars staðar í landinu. Öll fjölskyldan á góðar minningar frá þessum ævintýralega tíma.“

Umbria er græna hjarta Ítalíu.
Umbria er græna hjarta Ítalíu. mbl.is/Colourbox

Hvað gerir góða íbúð að heimili?

„Það er fyrst og fremst fólkið og hvernig fólk kemur fram við hvert annað. Að hafa áhuga á hvert öðru og hafa umhverfið kærleiksríkt og uppbyggjandi.“

Hvaða setningu myndir þú setja fyrir ofan hurðina hjá þér til að lýsa stemningunni heima?

„Hér er kærleikur, gleði, ást og hamingja. Velkomin!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda