Ágúst Ólafur selur húsið við Rauðagerði

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.

Þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hefur sett einbýlishús sitt við Rauðagerði á sölu. Um er að ræða 291 fm einbýli sem byggt var 1980. 

Húsið er á tveimur hæðum og mjög hentugt fyrir stóra fjölskyldu. Í húsinu eru sex herbergi og stórt eldhús sem skiptir máli þegar margir búa undir sama þaki. 

Í kringum húsið er stór og myndarlegur garður sem hefur verið hugsað vel um. 

Ágúst Ólafur bjó í húsinu með fyrri eiginkonu sinni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur alþingismanni, en nýlega fann hann ástina á ný þegar hann hitti Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur tannlækni. Breytt fjölskylduform kallar á öðruvísi húsnæði og því er húsið komið á sölu. 

Af fasteignavef mbl.is: Rauðgerði 62

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda