Viltu verða nágranni eins ríkasta manns Íslands?

Við Hrólfsskálavör 1 á Seltjarnarnesi má finna glæsilega lóð sem nú er föl fyrir rétt verð. Við Hrólfsskálavör 2 býr Davíð Helgason, einn ríkasti maður Íslands, en hann festi kaup á húsinu sem áður var í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra Wow air. 

Um er að ræða 761 fm einbýlishúsalóð. Hefðbundin einbýlishúsalóð er yfirleitt um 600 fm að stærð og er þessi örlítið stærri og svo skemmir ekki staðsetningin fyrir. Við hliðina á stendur glæsilegt einbýlishús sem eitt sinn var í eigu Siggu Heimis iðnhönnuðar en er nú í eigu Önnu Fjeldsted kennara og eiginkonu Arnaldar Indriðasonar metsöluhöfundar. 

Óskað er eftir tilboðum í lóðina en fasteignamat hennar er 6.630.000 kr. 

Af fasteignavef mbl.is: Hrólfsskálavör 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda