Solla og Elli selja einbýlið

Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa sett húsið sitt á …
Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa sett húsið sitt á sölu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Hjónin Sólveig Eiríksdóttir, oft kennd við Gló, og Elías Guðmundsson, eigandi Héðinn Kitchen & bar, hafa sett einstakt einbýlishús sitt í miðbæ Hafnarfjarðar á sölu. Húsið sem stendur við Vesturgötu 10 er 219 fermetrar og er ásett verð 137 milljónir. 

Solla og Elli hafa sett svip sinn á húsið sem prýddi forsíðu tímaritsins Húsa og híbýla fyrir nokkrum misserum. Á efri hæðinni er stórt og bjart alrými þar sem stofa, eldhús og borðstofa mætast. Eins og við er að búast fær eldhúsið að njóta sín en sérsmíðuð innrétting úr reyktri eik er í eldhúsinu og innan af því er sérsmíðað vinnurými. 

Fallegt útsýni út á sjó er úr húsinu. Úr stofunni er gengið út á pallinn sem er með heitum potti, gufubaði og skjólgóðu setusvæði með yfirbyggðu skyggni. 

Af fasteignavef mbl.is: Vesturgata 10

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda