Hulin Sigvaldaperla á Norðurlandi

Bygging Þelamerkurskóla er hönnuð af Sigvalda Thordason
Bygging Þelamerkurskóla er hönnuð af Sigvalda Thordason Skjáskot/Instagram

Hús eru ekki merkt höfundum sínum eins og bækur eða málverk og yfirleitt vitum við lítið um ýmis ágæt verk arkitekta. Það vita eflaust ekki margir að Sigvaldi Thordason teiknaði Þelamerkurskóla í Hörgársveit. Loji Höskuldsson er sérfróður um Sigvaldahúsin og fjallar ítarlega um arkitektúr Þelamerkurskóla í nýjustu færslu sinni á Instagram. 

Loji gaf nýverið út bókina Ástarbréf til Sigvalda sem er óður til arkitektsins Sigvalda Thordarson. Loji heldur úti instagramsíðu tileinkaðri Sigvaldahúsum þar sem hann hefur birt 393 ljósmyndir af arkitektúr Sigvalda.

Byggingar hans einkennast af sterkum litum, bláum, okkurgulum og beinhvítum, svokölluðum „Sigvaldalitum“. Nýjasta ljósmynd Loja á Instagram er frá Hörgársveit en það er Þelamerkurskóli sem Sigvaldi teiknaði árið 1960. Loji lætur fylgja með greinargóða lýsingu á verkinu og mælir með að næst þegar landsmenn taka sundsprett í Jónasarlaug við Þelamörk taki þeir einnig einn hring í kringum skólabygginguna og virði fyrir sér arkitektúr Sigvalda.

View this post on Instagram

A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda