Góður pallur er fjárfestingarinnar virði

Góður pallur er gulls ígildi.
Góður pallur er gulls ígildi. mbl.is/Colourbox

Viðar­vörn er meðal ann­ars notuð til að ná fram lit, gljáa og út­liti sem óskað er eft­ir. Hægt er að setja á viðar­yf­ir­borð glær hálfþekj­andi og þekj­andi efni. Viðar­vörn vernd­ar yf­ir­borðið gegn óhrein­ind­um, gráma, fúa, vatni og veðrun. Lyk­il­atriði í vörn viðar­varn­ar er tvíþætt; að hindra að sól­ar­ljós kom­ist að viðar­yf­ir­borðinu og halda raka­stigi viðar­ins lágu.

Góð und­irvinna er jafn­an for­senda góðs ár­ang­urs. Gott er að ná viðarkvoðu úr kvist­um með því að skrapa hana í burtu og þrífa með terpentínu. Þá er gott að bera Viðar-gráma­hreinsi á viðinn og nota skrúbb til að fjar­lægja sveppa­vöxt, myglu og fleira.

Viðar-palla­ol­ía er ætluð til notk­un­ar á við ut­an­húss og hent­ar sér­stak­lega vel á sólpalla og viðar­hús­gögn. Olí­an inni­held­ur efni til varn­ar sveppa- og gróður­mynd­un. Olí­an frísk­ar út­lit viðar­ins og kem­ur í veg fyr­ir ofþorn­un og spurngu­mynd­un.

Viðar pallaolían fæst í Slippfélaginu.
Viðar palla­olí­an fæst í Slipp­fé­lag­inu.

Það ættu all­ir að finna leiðir til að gera pall­inn fal­leg­an í sum­ar og það vin­sæl­asta í dag er klass­ísk­ir jarðlit­ir í mött­um ljós­um tón­um. Liti á borð við ljós­brún­an og koks­grá­an ættu all­ir að skoða.

Grár viður er vinsæll um þessar mundir.
Grár viður er vin­sæll um þess­ar mund­ir. mbl.is/​Colour­box
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda