Sjáðu tveggja milljarða íbúð Davids Bowies

Iman og David Bowie
Iman og David Bowie mbl

Stórglæsileg íbúð Davids Bowies heitins í Nolita-hverfinu á Manhattan seldist á dögunum og var kaupverðið tæpir tveir milljarðar íslenskra króna samkvæmt frétt The Wall Street Journal.

Um er að ræða 464 fermetra, fjögurra herbergja íbúð með þremur veröndum, mikilli lofthæð, bókasafni og opnu eldhúsi. Baðherbergið er einkar glæsilegt með stóru frístandandi baðkari, tveimur handlaugum, marmaraborðplötu og mahóníinnréttingu.

Íbúðin er í níu hæða húsi sem var byggt 1886 sem súkkulaðiverksmiðja. Húsinu við Lafayette-götu var breytt í íbúðarhúsnæði á níunda áratug síðustu aldar og í dag eru 30 íbúðir í gömlu súkkulaðiverksmiðjunni. Myndir sem fylgja fréttinni eru frá fasteignasölunni StreetEasy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda