Smekklegt forsíðuheimili í 101

Heimilið er einstaklega fallega innréttað.
Heimilið er einstaklega fallega innréttað. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Við Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur er að finna ótrúlega smekklega innréttaða 77 fermetra íbúð á þriðju hæð. Íbúðin er björt og falleg og falleg listaverk prýða veggina. 

Íbúðin er innréttuð í skandinavískum stíl þar sem minna er betra en meira. Í eldhúsinu er svört viðarinnrétting hönnuð af Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnardóttur sem hönnuðu bæði íbúðir og sameign hússins. Ásett verð er 58.500.000 krónur.

Í eldhúsinu er líka stór eyja með vaski og uppþvottavél. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni. Yfir sófanum í stofunni er fallegt verk eftir Reginu Rourke.

Heimilið prýddi forsíðu Hús og híbýli í júní.

Af fasteignavef mbl.is: Hverfisgata 94

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda