Kærustuparið og rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir hafa fest kaup á tveimur íbúðum við Bjarkargötu 8 í Reykjavík. Íbúðirnar, sem eru hæð og kjallari, voru seldar saman og var ásett verð 129 milljónir.
Önnur íbúðin er 115 fm að stærð en hin 122 fm að stærð eða samtals 237 fm að stærð.
Húsið við Bjarkargötu hefur að geyma alls fjórar íbúðir. Húsið er steinsteypt og byggt 1928.
Íbúðirnar sem Jón Kalman og Sigríður festu kaup á voru eitt sinn í eigu Jakobs Frímanns Magnússonar tónlistarmanns. Það ætti því að vera skapandi andi í húsnæðinu og svo má ekki gleyma því að talan 8 táknar óendanleikann og boðar gæfu.