Ágúst Ólafur og Jóhanna keyptu glæsihús

Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson hafa fest kaup …
Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson hafa fest kaup á einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Samsett

Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir formaður Tannlæknafélagsins hafa fest kaup á glæsihúsi á Seltjarnarnesi. 

Um er að ræða 275 fm einbýli við Fornuströnd 19. Húsið var byggt 1978 og er fasteignamat þess 120.600.000 kr. 

Parið hnaut hvort um annað fyrir rúmu ári og hefur sambandið þróast svo vel að nú hafa þau fest kaup á húsi. 

Það ætti ekki að væsa um fjölskylduna í húsinu en það stendur hátt í götu með vönduðu útsýni yfir Esjuna. Auðvelt er að anda að sér fersku lofti með því að labba meðfram strandlengjunni, fara í fótabað úti á Gróttu og njóta lífsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda