Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson hefur fest kaup á 125 fm íbúð við Geirsgötu. Íbúðin er í nýju húsunum við Hafnartorg og er sérlega glæsileg.
Ásett verð á íbúðum í þessum stærðarflokki á þessu svæði er um 100 milljónir og meira.
Áður átti Högni íbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík sem fór á sölu síðasta vor eins og Smartland greindi frá.
Íbúðirnar á Hafnartorgi hafa verið töluvert í umræðunni. Þær eru sérlega vandaðar og vel skipulagðar. Í þeim er hærra til lofts en gengur og gerist og einangrun þannig að fólki líður eins og það búi í einbýli. Það er því ekkert skrýtið að Högni hafi fallið fyrir þessari íbúð.