Sigurjón Sighvats og Sigríður flytja

Sigurjón Sighvatsson
Sigurjón Sighvatsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og eiginkona hans, Sigríður Þórisdóttir kennari og sálfræðingur, hafa sett sína einstöku íbúð við Engjateig á sölu.

Ekki er um neitt hefðbundið heimili að ræða heldur íbúð með mikilli lofthæð og sérhönnuðum innréttingum eftir Steve Christer, arkitekt á Studio Granda. Hann er einn virtasti arkitekt landsins og margverðlaunaður en arkitektastofuna rekur hann ásamt eiginkonu sinni Margréti Harðardóttur. Saman hafa þau hannað og fegrað umhverfi landsmanna þannig að eftir er tekið. 

Heimili Sigurjóns og Sigríðar er þakið listaverkum eftir þekkta listamenn sem fara vel við vönduð húsgögn. Í stofunni er til dæmis Svanasófi eftir Arne Jacobsen. Hann er úr leðri sem þykir mikið dýrindi. Hann fer vel við önnur húsgögn og listaverk í rýminu. 

Þótt stofan sé rík af fegurð og vel heppnuðum pælingum í uppröðun á húsgögnum þá er hjónaherbergið líklega herbergi hússins. Það er að segja ef keppnin um flottasta rýmið væri í gangi. Þar er mjög hátt til lofts, glerskáli, ísskápur, þægilegir stólar og vaskur. Öll uppröðun á munum í þessu rými er einstök. 

Það ætti kannski ekki að koma landsmönnum á óvart að íbúðin sé vel heppnuð því ferill hjónanna hefur einkennst af miklum dugnaði, fegurð og snerpu. Nú bíða þeirra ný tækifæri á nýju heimili eða þangað til einhver lánsöm lifandi vera festir kaup á þessari perlu. 

Af fasteignavef mbl.is: Engjateigur 19 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda