Heimsklassa hönnun í Arnarnesinu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Blikanes í Arnarnesinu stendur afar sjarmerandi 367 fm einbýli. Húsið var byggt 1966 og er einstaklega vel hannað. Húsið var hannað af Guðmundi Þór Pálssyni arktitekt. 

Í húsinu eru stór opin rými sem flæða vel saman. Gluggar eru stórir og húsið því bjart og skemmtilegt. Þegar inn er komið taka vandaðar innréttingar á móti fólki. Leirflísar eru á gólfum í anddyrinu en þær þóttu mjög móðins á sínum tíma. Auk þess er að finna gólfteppi í húsinu sem fara vel við flísarnar.

Í stofunni er arinn sem er klæddur með múrsteinum að hluta til. Ef þú kannt að meta góða hönnun og finnst tímabilið í kringum 1970 spennandi þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Af fasteignavef mbl.is: Blikanes 27

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda