Tvö 100 milljóna glæsihús

Á dögunum seldi Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW Air 30 lóðir í Hvammsvík. Á tveimur þessa lóða er nú búið að teikna glæsihús sem nú eru komin á sölu. Annað húsið fer á 112 milljónir en hitt á 118 milljónir. 

118 milljóna húsið er 232 fm að stærð og er hannað af Aka Studio Arkitekter (www.aka-studio.se) í Svíþjóð og framleitt eftir teikningum Arno (www.arno.is). Um er að ræða eignarlóð nr. 17  sem er hluti af lokaðri 30 lóða frístundabyggð. Áform eru um mikla uppbyggingu frístundasvæðisins og má þar nefna náttúrulaugar og veitingaaðstöðu, bryggju, veitingaaðstöðu og ýmislegt fleira. Útsýnið er stórglæsilegt yfir meðal annars Hvalfjörðinn, Botnssúlur, Skarðsheiði og Reynivallaháls. 


Af fasteignavef mbl.is: Hvammsvík 17

Hitt húsið er á 112 milljónir og teiknað af sömu arkitektastofu en hönnunin á því húsi er með stórum gluggum og flötu þaki. 

Af fasteignavef mbl.is: Hvammsvík 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda