Kylie Jenner á einstaklega glæsilegt hús eins og sést í viðtali hennar við Vogue nýverið. Húsið myndar einskonar hring í kringum opið svæði sem er í miðju þess þar sem stór sundlaug og tennisvöllur er ásamt grilli og borðaðstöðu.
Hönnun heimilisins er einstök þar sem stórar flísar og bleikar mottur setja svip sinn á útlitið. Við sjónvarpið má finna bar og þegar of heitt verður inni má allaf fara út þar sem finna má leikvöll í garðinum og sitthvað fleira. Jenner hefur útbúið einn glæsilegasta garð við húsið sem fyrirfinnst þar sem bæði fullorðnir og börn geta fundið eitthvað við sitt hæfi.