Svona er „rúllutertuhúsið“ að innan: Klikkað útsýni

Klukkuberg 40 í Hafnarfirði býr yfir einstakri hönnun.
Klukkuberg 40 í Hafnarfirði býr yfir einstakri hönnun.

Hvern dreymir ekki um að geta setið við kúptan hringglugga með útsýni út á sjó? Í „rúllutertuhúsinu“ í Hafnarfirði er það svo sannarlega hægt. 

Hið ein­staka hönn­un­ar­hús, Klukku­berg 40, í Hafnar­f­irði er nú til sölu. Um er að ræða 286 fer­metra ein­býli í suður­hlíðum Hafn­ar­fjarðar í Set­bergsland­inu með stór­kost­legu út­sýni til aust­urs, vest­urs og suðurs. 

Húsið er teiknað af Vífli Magnús­syni og gríp­ur augu allra þeirra sem eiga leið um svæðið. Bak­ar­inn Júlí­us Matth­ías­son byggði húsið árið 1996 og hef­ur hann og fjöl­skylda hans búið í því alla tíð síðan. Húsið hef­ur fengið á sig mörg nöfn í gegn­um árin og kalla sum­ir það rúllu­tertu­húsið en aðrir tunnu­húsið. 

Húsið er á þrem­ur hæðum og með sér inn­gangi á hverri hæð. Í því eru 5 svefn­her­bergi, 3 stof­ur og 4 baðher­bergi. Inn af hjóna­her­berg­inu er flísa­lagt baðher­bergi með sturtu­klefa. Einnig er út­gengt úr hjóna­her­berg­inu á suðursval­ir. 

Af fasteignavef mbl.is: Klukkuberg 40

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda