350 milljóna Bakkavararhöll

Ljósmynd/Gunnar Örn

Kjartan Sveinsson teiknaði þessa 500 fm höll sem stendur á besta stað á Seltjarnarnesi. Húsið var byggt 1990 og var ekkert til sparað þegar það var byggt. Í húsinu eru 11 herbergi og því ætti ekki að fara illa um næstu eigendur. 

Stíll Kjartans Sveinssonar var sérlega vinsæll hérlendis fyrir um 30 árum en hann teiknaði mörg hús í Arnarnesinu í Garðabæ. Hann teiknaði til dæmis húsið sem Lilja Hrönn Hauksdóttir kaupmaður í Cosmo er að selja svo einhver séu nefnd. 

Að innan er húsið við Bakkavör sérlega glæsilegt en fyrir utan húsið er risastórt hellulagt bílastæði. Súlur og bogadregnar línur fá að njóta sín við anddyri hússins og eru gluggarnir í frönskum stíl. 

Þegar inn er komið tekur glæsileikinn við. Hringstigi upp á aðra hæð minnir á stigann á Southfork í Dallas þar sem JR og Bobby Ewing fengu fimm stjörnu uppeldi hjá Miss Elly. Þótt stiginn sé teppalagður þá eru flest gólf parketlögð með fiskibeinamunstri sem fer vel við húsgögnin. 

Af fasteignavef mbl.is: Bakkavör 12

Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
Ljósmynd/Gunnar Örn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda