Arnar Þór vill 179 milljónir fyrir Arnarneshöllina

Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson flytja af Arnarnesinu.
Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson flytja af Arnarnesinu. Ljósmynd/Stella Andrea

Lögmaður­inn Arn­ar Þór Stef­áns­son hef­ur sett heim­ili sitt og eig­in­konu sinn­ar, verk­efna­stjór­ans Sunnu Jó­hanns­dótt­ur, á sölu. Um er að ræða 364 fer­metra ein­býl­is­hús á Arn­ar­nesi en ásett verð er 179.000.000 krón­ur. DV greindi fyrst frá. 

Arn­ar er einn eig­enda lög­manns­stof­unn­ar LEX en Sunna er verk­efna­stjóri hjá Íslensku óper­unni.

Í hús­inu eru fimm svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi. Við það eru svo þrír pall­ar og við neðsta pall húss­ins er full­bú­in tveggja her­bergja íbúð með sér­inn­gangi. 

Heim­ili þeirra Arn­ars og Sunnu er ein­stak­lega fal­legt en al­rýmið er málað í fal­leg­um grá­um lit og eru loft­in einnig máluð í sama lit. Auk­in loft­hæð í al­rým­inu set­ur stemn­ing­una en rýmið er bjart og fal­legt. Nota­leg­ur sól­skáli er í hús­inu en þar er meðal ann­ars kamína. Einnig er sauna­klefi í hús­inu.

Fast­eigna­mat húss­ins er 109.300.000 en ásett verð er 179.000.000 krón­ur.

Af fast­eigna­vef mbl.is: Þrasta­nes 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda