Eggert og Jónína selja ættaróðal í Skerjafirðinum

Eggert Benedikt Guðmundsson og Jónína Lýðsdóttir.
Eggert Benedikt Guðmundsson og Jónína Lýðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eggert Bene­dikt Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri N1 og HB Granda, og eiginkona hans, Jónína Lýðsdóttir hjúkrunarfræðingur, hafa sett einbýlishús sitt í Skerjafirði í Reykjavík á sölu. Húsið ber nafnið Reynistaður og er ættaróðal Eggerts. 

Óskað er eftir tilboði í húsið sem er 387 fermetrar að stærð en fasteignamat fyrir næsta ár er 156 milljónir. 

Afi Eggerts Benedikts, Eggert Claessen bankastjóri og hæstaréttarlögmaður, eignaðist húsið 1922. Lét hann byggja við húsið og var þeim breytingum lokið árið 1924. Hann nefndi hús sitt Reynistað eftir samnefndu stórbýli í Skagafirði þaðan sem hann var ættaður. Elsti hluti hússins er talinn vera byggður 1874.

Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Eggert og Jónína keyptu húsið árið 2006 en Eggert útskýrði hvernig það kom til í hverfisblaði Vesturbæjar. „Þegar faðir minn féll frá árið 2005 fór mamma að hugsa sér til hreyfings og hafði áhuga á að flytja í minni íbúð. Úr varð að við hjónin keyptum húsið af fjölskyldunni. Við fluttum inn 2006 og höfum lagað húsið að okkar þörfum, án þess þó að kasta sögunni á glæ. Þegar við fluttum hingað var hér herbergi fullt af skjölum og miklum heimildum sem Eggert afi minn hafði látið eftir sig. Mér fannst nauðsynlegt að sinna þessu og halda til haga þessum verðmæta fróðleik,“ sagði Eggert en svo fór að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifaði bók um Eggert Claessen. 

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 15

Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda