Fjölskylduvænt Kópavogshús

Við Krossalind í Kópavogi er að finna 229 fm parhús sem nostrað hefur verið við. Húsið var byggt 1998 og er vel skipulagt. Það er hátt til lofts á efri hæðinni en þar eru líka stórir gluggar með stórbrotnu útsýni yfir Kópavog. 

2010 var eldhúsið gert upp á smekklegan og klassískan hátt. Eldhúsið er opið inn í borðstofu og þar er tangi sem hægt er að sitja við. Í eldhúsinu er pláss fyrir eldhúsborð sem mörgum finnst vera mikill kostur. Þar er líka tvöfaldur ísskápur og gott skápapláss. Úr eldhúsinu er útgengi út á svalir. 

Á þessari hæð er allt flísalagt með millistórum gráum flísum. Veggir eru málaðir í gráum tón sem fer vel við flísarnar og húsgögnin. Eins og sést á myndunum er húsið fjölskylduvænt og fallegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Krossalind 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda