Sigurjón Kjartansson leikari, leikstjóri og handritshöfundur hefur sett einbýlishús sitt á Selfossi á sölu. Húsið er mjög sérstakt og er umhverfið heillandi. Húsið sjálft er 161 fm að stærð og var það byggt 2001.
Arkitektinn Vífill Magnússon teiknaði húsið sem minnir á gamlan burstabæ þótt allir innviðir séu eftir nútímakröfum. Húsið er nálægt Hellisskógi sem er ein helsta náttúruperla Selfyssinga.
Sigurjón festi kaup á húsinu eftir að hann fann ástina en sú heppna heitir Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir og er snyrtifræðingur og nuddari.