Laufey Rún Ketilsdóttir, lögfræðingur og starfsmaður þingsflokks Sjálfstæðisflokksins, hefur sett íbúð sína við Brekkustíg á sölu. Laufey á von á barni með kærasta sínum, Bergþóri Ólasyni þingmanni Miðflokksins, og því miklar breytingar framundan hjá parinu.
Íbúð Laufeyjar, sem er steinsnar frá Alþingishúsinu þar sem þau Bergþór vinna, er 82,9 fermetrar að stærð og í henni eru tvö svefnherbergi. Með fylgir 19,1 fermetra bílskúr sem er innréttaður sem íbúð.
Laufey hefur flutt lögheimili sitt til Bergþórs, að Bjarkargrund á Arkanesi, en þar á Bergþór einbýlishús sem hann festi kaup á 2006.
Laufey keypti íbúð sína við Brekkustíg árið 2018 og hefur búið sér þar fallegt heimili. Íbúðin er vel skipulögð og björt og falleg. Ásett verð er 69.900.000 krónur en fasteignamat íbúðarinnar er 45.500.000 krónur.