Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur fjárfest í einu dýrasta einbýlishúsi landsins, Ægisíðu 80.
Viðskiptablaðið greinir frá þessu og tekur fram að um sé að ræða 426 fermetra einbýlishús á þremur hæðum. Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið en það er byggt árið 1958 og er ytra útlit þess friðað.
Björk kaupir húsið af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni.