Myntugrænt eldhús í anda 1940

Ástralski arkitektinn Lisa Breeze fékk það verkefni að endurhanna hús sem byggt var í kringum 1940. Hún ákvað að halda í gamla stílinn en útfæra hann á nútímalegan hátt.

Eitt skemmtilegasta rýmið í húsinu er eldhúsið en það skartar myntugrænni innréttingu þar sem bogadregnar línur fá að njóta sín. Eldhúsinnréttingin minnir á árin í kringum 1940 en þó með nútímalegu yfirbragði. Á innréttingunni eru allar höldur miðjustilltar og því ekkert höldufyllerí í gangi.

Til þess að fegra eldhúsið enn þá meira er marmaraborðplata og marmari upp á vegg.

Breeze sótti innblásturinn í innréttingahönnunina í upprunalegu innréttinguna sem var í eldhúsinu áður. Á gólfinu eru Terrazzo-flísar sem tóna vel við myntugræna litinn og marmarann. Í eldhúsinu er heildarmyndin falleg og hressandi tilbreyting frá svörtum og hvítum kassalega eldhúsum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál