Sjáðu heimili Hörpu og Gríms í Verbúðinni

Harpa eyðir löngum stundum við eldhúsborðið, með sígarettu í hönd.
Harpa eyðir löngum stundum við eldhúsborðið, með sígarettu í hönd. Samsett mynd

Þó heimili Hörpu og Gríms í Verbúðinni eigi að vera fyrir vestan í þáttunum voru þættirnir teknir upp hér í Reykjavík, nánar tiltekið í Árbænum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, núverandi íbúi hússins, vakti athygli á málinu á Twitter eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið.

Ólöf og sambýlismaður hennar keyptu húsið haustið 2020 en fyrir það höfðu tökurnar farið fram í húsinu. Á Twitter segist Ólöf hafa gaman af því að sjá alla íslensku leikarana í húsinu, en þar hefur Harpa setið löngum stundum, keðjureykt og fundið út úr málunum fyrir mennina í lífi sínu. 

Skjáskot/Rúv

Þegar tökur fóru fram í húsinu var það nánast í upprunalegu ástandi en það var byggt árið 1967. Í Verbúðinni höfum við helst fengið að sjá inn í eldhúsið, þar sem sjá má upprunalegu innréttinguna. Í stofunni er myndarlegur arinn með Drápuhlíðargrjóti en húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Fyrsti þáttur Verbúðarinnar fór í loftið á öðrum degi jóla og hefur slegið í gegn. Annar þáttur var sýndur í gærkvöldi á Ríkisútvarpinu. Með aðalhlutverk fara þau Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda