Breski hönnuðurinn Ilse Crawford nýtur velgengni á sínu sviði. Almenningur fékk rækilega að kynnast hönnun hennar þegar hún hannaði SINNERLIG-línuna fyrir IKEA 2015 sem naut mikilla vinsælda. Nú hefur sænska móðurskipið og Crawford sameinað krafta sína á ný með nýrri línu þar sem vasar og smáhlutir fyrir heimilið eru í forgrunni.
Crawford leggur áherslu á að hönnun hennar endist og vill hún nota sjálfbær hráefni í hönnun sína. Vasarnir í línunni eru úr afgangsgleri sem fellur til við glerframleiðslu og munnblásnir af færu handverksfólki, en með því að nota glerafganga verður framleiðslan umhverfisvænni.
„Sem hönnuðir leggjum við áherslu sjálfbærni, betra hráefni, framleiðslu og endingu. Við viljum skapa hluti sem eru fallegir og vandaðir og fólki þykir vænt um,“ segir Ilse Crawford, hönnuður.
Vasarnir setja svip á rýmið með eða án blóma. Þeir eru með ólíka áferð; sumir eru sléttir og glærir, aðrir mattir eða úr hertu gleri og enn aðrir eru með loftbólur í glerinu. Þessi hönnunareinkenni eru í takt við hugmyndafræði Ilse Crawford; að gera litla hversdagslega hluti einstaka.
Á botni vasans eru raufir sem liggja í spíral þannig að þú getur dreift úr stilkunum. Stilltu vösunum upp á gluggasyllu, arinhillu eða á borði og taktu eftir því hvað þeir endurkasta fallegri birtu um rýmið.