Tónlistarkonan Selma Björnsdóttir hefur sett íbúð sína við Strandveg í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 118 fermetra íbúð með suðursvölum og glæsilegu útsýni yfir sjóinn.
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Henni fylgir sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu undir húsinu.
Selma og kærasti hennar Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri á Vísi, Bylgjunni og Stövar 2, auglýstu bæði íbúðina til sölu á Facebook.
Ásett verð er 89.900.000 kr.