Einn færasti vefari heims á leið til Íslands

„Benny the Weaver“ er einn færasti vefari heims og starfar hjá fyrirtækinu Carl Hansen & Son. Nú er þessi meistari kominn til Íslands og verður í versluninni Epal í dag og á morgun. Þar mun hann sýna hvernig sessan á Y-stólnum fræga er unnin. 

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner, sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð. Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil þrjár vikur í undirbúning.

Setan í stólnum er handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá árinu 1950.  

Benny hefur unnið fyrir Carl Hansen & Søn í yfir 20 ár og kemur hann núna til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal, sjón er sögu ríkari! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál