Sögufrægt hús Jónasar frá Hriflu komið á sölu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Hávallagötu í Reykjavík stendur eitt af reisulegustu húsum borgarinnar. Húsið Hamragarðar er sögufrægt en þar bjó Jónas Jónsson frá Hriflu en það var Samband íslenskra samvinnufélaga sem lét reisa húsið fyrir hann. Hann var leiðtogi á sínu sviði og var til dæmis skólastjóri Samvinnuskólans. 

Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni en hann var húsameistari ríkisins og á heiðurinn af mörgum af þeim húsum sem setja svip sinn á Reykjavík enn þann dag í dag. 

Húsið er 380 fm að stærð og var byggt 1941 en Jónas flutti einmitt inn í húsið sama ár. 

Það hefur verið hugsað vel um húsið í gegnum tíðina og búið að gera það upp á einstakan hátt eins og sést á myndunum. Eldhúsið er til dæmis með afar fallegri viðarinnréttingu og þungir og klunnalegir efri skápar eru ekki að eyðileggja stemninguna. Fallegu frönsku gluggarnir í eldhúsinu fá að njóta sín og eru vel lakkaðir eins og annað tréverk í húsinu. 

Í dag er húsið búið einstökum húsgögnum eftir þekkta hönnuði. Þar er til dæmis Maralunga sófinn frá Cassina í leðri en hann fæst í Casa, einstök antik-húsgögn og listaverk eftir eftirsóttustu listamenn landsins. Saman spilar þetta heillandi heild. Þráð fyrir glæsileikann er yfirbragðið friðsælt og notalegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Hávallagata 24

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál