Jónas seldi Fjölnisveg á 690 milljónir

Jónas Hagan Guðmundsson seldi Fjölnisveg 9 á dögunum á 690 …
Jónas Hagan Guðmundsson seldi Fjölnisveg 9 á dögunum á 690 milljónir.

Fjárfestirinn Jónas Hagan Guðmundsson seldi fasteign sína við Fjölnisveg 9 fyrr í mánuðinum. Um er að ræða 370 fm einbýli sem byggt var 1929 en húsið hefur verið eftirsótt meðal ríka fólksins í gegnum tíðina. Hann var í fréttum í gær þegar í ljós kom að hann hefði fest kaup á einni dýrustu íbúð landsins sem er staðsett við Austurhöfn. 

Kaupandinn að Fjölnisvegi 9 er Caroline Leonie Kellen sem er þýskur ríkisborgari. Það á án efa eftir að fara vel um hana í húsinu sem er þrílyft með stórum garði. Húsið var teiknað af Pétri Ingimundarsyni fyrir Guðmund Ásbjörnsson kaupmann og forseta bæjarstjórnar Reykjavíkur á sínum tíma. Húsið er í skipstjóravillustíl sem þótti eftirsóttur og þykir enn. 

Frægt var þegar Hannes Smárason fjárfestir keypti húsið fyrir hrun. Honum dugði ekki að eiga eitt hús heldur keypti hann Fjölnisveg 11 á sama tíma og átti tvö hús hlið við hlið. Það var stæll á því. 

Það sem vekur athygli er að Kellen keypti húsið á 690 milljónir. Samkvæmt heimildum Smartlands Mörtu Maríu er það dýrasta einbýlishús sem selt hefur verið hérlendis upp á síðkastið. Verðið þykir hátt jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað mikið síðustu ár. 

Croisette Real Estate Partners sá um söluna en húsið var aldrei auglýst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda