Ólafur Arnalds keypti 255 milljóna hús í 101

Ólafur Arnalds hefur fest kaup á glæsihúsi við Marargötu.
Ólafur Arnalds hefur fest kaup á glæsihúsi við Marargötu. mbl.is/Eggert

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gerir það gott á sínu sviði og þénað vel síðustu ár. Nú er hann stoltur eigandi 253 fm einbýlishúss við Marargötu í Reykjavík. Hann festi kaup á húsinu í haust en fékk það formlega afhent í janúar. 

Húsið er reislulegt og fallegt en húsið var teiknað af Guðmundi H. Þorlákssyni árið 1931 fyrir Sigurjón Jónsson fiskmatsmann. Húsið er á þremur hæðum. Á efstu hæðinni er mjög mikil lofthæð. Framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið upp á síðkastið. 

Þess má geta að í byrjun mars gaf rokkhljómsveitin Rammstein út lagið Zeit en Ólafur Arnalds gerði klassíska útgáfu af laginu sem vakið hefur athygli.Lagið hefur fengið góðar viðtökur hjá aðdáendum sveitarinnar en þykir í mýkri kantinum miðað við margt sem þessi þýska rokksveit hefur gert í gegnum tíðina.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál