Penthouse-íbúð með 38 fm þaksvölum í 101 vekur athygli

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Bergstaðastræti í Reykjavík er að finna afar glæsilega íbúð á efstu hæð. Íbúðin er 134 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 1940. Punkturinn yfir eru 38 fm þaksvalir með útsýni yfir Reykjavík. 

Íbúðin er vel skipulögð og einstaklega björt. Íbúðinni fylgir auka-íbúð á jarðhæð sem hægt er að leigja út. Sú íbúð hefur nýlega verið tekin í gegn. 

Í íbúðinni er að finna vandaðar innréttingar. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með stórum stálhöldum. Innréttingin er u-laga með góðu vinnuplássi. Dökkar borðplötur eru í eldhúsinu og þar eru engir yfirþyrmandi efriskápar. 

Eldhúsið er opið inn í rúmgóða og bjarta borðstofu. Gott flæði er í íbúðinni sem er öll hvítmáluð sem passar vel við öll fallegu húsgögnin sem prýða íbúðina. Tekk-hillur í bland við danska hönnun er alltaf góð hugmynd eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 48

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál