Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og Jón Þór Eyþórsson framkvæmdastjóri hafa fest kaup á einbýlishúsi við Tjarnarflöt í Garðabæ. Húsið er 195 fm að stærð og var byggt 1967. Parið borgaði 109 milljónir fyrir húsið.
Þegar húsið fór á sölu í byrjun ársins hafði það að geyma marga spennandi eiginleika eins og upprunalega eldhúsinnréttingu, munstraðar flísar frá áttunda áratugnum og upprunalegar eikarhurðir. Andrea hefur alltaf verið einstaklega smekkleg og hefur í gegnum tíðina gert upp fjölmargar fasteignir.
Parið á því án efa eftir að gera þetta hús að sínu eins og þeim einum er lagið. Smartland greindi frá því á sama tíma að einbýlishús þeirra við Hvannalund í Garðabæ. Eins og sjá má á myndunum hafa þau gott lag á því að gera fallegt í kringum sig.