Parið Snorri Guðmundsson og Auður Rán Kristjánsdóttir hafa fest kaup á einbýlishúsi við Frjóakur í Garðabæ. Húsið er 338 fm að stærð og var byggt 2016. Parið borgaði 220 milljónir fyrir húsið.
Í auglýsingu sem birtist á fasteignavef mbl.is í janúar segir að það eigi eftir að fullklára húsið að innan og var tekið fram að það væri bráðabirgðaeldhúsinnrétting í eldhúsinu. Aðalbaðherbergi hússins var ekki flísalagt og það átti eftir að ganga frá einhverjum lausum endum.
Snorri og Auður Rán reka Fitjaborg ehf. Viðskiptablaðið sagði frá því fyrir um ári síðan að samanlagður hagnaður Fitjaborgar ehf. og Pólóborgar ehf. hafi verið 290 milljónir. Snorri rekur Pólóborg ehf. ásamt Sindra Þór Jónssyni.