Búa í kúluhúsi og elska það

Við bakka Ytri-Rangár stendur Auðkúla sem er fallegt kúluhús umlukið skógi. Gerður Jónasdóttir byggði kúluna 1993 á gróðursnauðum melum og móum. Arkitektinn Einar Þorsteinn Ásgeirsson hannaði húsið en hann er frumkvöðull í gerð slíkra húsa. Nú umlykur húsið 6 hektara skógur af fjölbreyttum gróðri og fjölda trjátegunda sem mörgum er óvíða að fá á Íslandi.

Hugrún Halldórsdóttir og Hafsteinn Hafliðason heimsóttu íbúa Auðkúlu, Birnu Berndsen og Pál Benediktsson, en þau reka einnig kaffihús þar yfir sumarið. Inn í kúlunni er einstakt veðurfar og þar má finna suðurevrópskt gróðurfar á Íslandi allt árið um kring.

Ræktum garðinn er ný þáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium sem fjallar allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi. Hugrún Halldórsdóttir ferðast um undraveröld blóma og garða og hefur fengið til liðs við sig tvo meistara í greininni, þá Hafstein Hafliðason sérfræðing í inniblómum á Íslandi og Vilmund Hansen sem veit allt um íslenska garða og gróður af ýmsum toga. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium en þættirnir eru einnig sýndir í opinni dagskrá á fimmtudögum í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál