Búa í kúluhúsi og elska það

Við bakka Ytri-Rangár stendur Auðkúla sem er fallegt kúluhús umlukið skógi. Gerður Jónasdóttir byggði kúluna 1993 á gróðursnauðum melum og móum. Arkitektinn Einar Þorsteinn Ásgeirsson hannaði húsið en hann er frumkvöðull í gerð slíkra húsa. Nú umlykur húsið 6 hektara skógur af fjölbreyttum gróðri og fjölda trjátegunda sem mörgum er óvíða að fá á Íslandi.

Hugrún Halldórsdóttir og Hafsteinn Hafliðason heimsóttu íbúa Auðkúlu, Birnu Berndsen og Pál Benediktsson, en þau reka einnig kaffihús þar yfir sumarið. Inn í kúlunni er einstakt veðurfar og þar má finna suðurevrópskt gróðurfar á Íslandi allt árið um kring.

Ræktum garðinn er ný þáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium sem fjallar allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi. Hugrún Halldórsdóttir ferðast um undraveröld blóma og garða og hefur fengið til liðs við sig tvo meistara í greininni, þá Hafstein Hafliðason sérfræðing í inniblómum á Íslandi og Vilmund Hansen sem veit allt um íslenska garða og gróður af ýmsum toga. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium en þættirnir eru einnig sýndir í opinni dagskrá á fimmtudögum í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda