Tannhvassa tengdamamma, Indíánafjöður eða Tengdamömmusverðið er plöntutegund sem myndar stórar breiður á hásléttugresjum suður og austur Afrík. Þar sem hún þarf að þola þurrk, sól og kaldar nætur. Plantan er einnig gríðarlega vinsæl pottaplanta á íslenskum heimilum. Í þáttunum Ræktum garðinn fræðir Hafsteinn Hafliðason okkur meðal annars um þessa vinsælu plöntu og sýnir okkur hvernig best sé að umpotta og fjölga henni.
Ræktum garðinn er ný þáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium sem fjallar allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi. Hugrún Halldórsdóttir ferðast um undraveröld blóma og garða og hefur fengið til liðs við sig tvo meistara í greininni, þá Hafstein Hafliðason sérfræðing í inniblómum á Íslandi og Vilmund Hansen sem veit allt um íslenska garða og gróður af ýmsum toga. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium en þættirnir eru einnig sýndir í opinni dagskrá á fimmtudögum í sumar.