Hafsteinn veit allt um tannhvassar tengdamömmur

Tannhvassa tengdamamma, Indíánafjöður eða Tengdamömmusverðið er plöntutegund sem myndar stórar breiður á hásléttugresjum suður og austur Afrík. Þar sem hún þarf að þola þurrk, sól og kaldar nætur. Plantan er einnig gríðarlega vinsæl pottaplanta á íslenskum heimilum. Í þáttunum Ræktum garðinn fræðir Hafsteinn Hafliðason okkur meðal annars um þessa vinsælu plöntu og sýnir okkur hvernig best sé að umpotta og fjölga henni.

Ræktum garðinn er ný þáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium sem fjallar allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi. Hugrún Halldórsdóttir ferðast um undraveröld blóma og garða og hefur fengið til liðs við sig tvo meistara í greininni, þá Hafstein Hafliðason sérfræðing í inniblómum á Íslandi og Vilmund Hansen sem veit allt um íslenska garða og gróður af ýmsum toga. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium en þættirnir eru einnig sýndir í opinni dagskrá á fimmtudögum í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál