Töffaralegt einbýli við Skildinganes

Við Skild­inga­nes í Reykja­vík er að finna afar fal­legt heim­ili. Húsið er 230 fm að stærð og var byggt 1969.

Húsið er á tveim­ur hæðum og á efri hæðinni er hátt til lofts og bjart. Stíll­inn á hús­inu er svo­lítið hrár en þó hlý­leg­ur á sama tíma. 

Í eld­hús­inu er dökk inn­rétt­ing með stórri eyju. Enda­vegg­ur­inn í eld­hús­inu er vel út­færður með inn­byggðum hill­um en þar er fær tvö­fald­ur am­er­ísk­ur ís­skáp­ur að njóta sín. Fyr­ir ofan eyj­una er fal­legt ljós sem lýs­ir vel niður og er nóg pláss til að setja við eyj­una. Þegar horft er inn í eld­húsið er gott sam­spil á milli glugga­veggs og inn­rétt­inga­veggs. Heild­ar­mynd­in er fal­leg og ekk­ert sem trufl­ar fegr­un­ar­skyn. 

Eld­húsið flæðir inn í stofu sem er búin hlý­leg­um hús­gögn­um en þar á milli er borðstofu­borð sem er úr gegn­heil­um við. Það kem­ur með hlý­leika inn í húsið og er góð and­stæða við flotuðu gólfin. 

Í hús­inu má sjá marga fal­lega liti og er bleiki lit­ur­inn í kring­um stig­ann sem er á milli hæða skemmti­leg­ur. 

Af fast­eigna­vef mbl.is: Skild­inga­nes 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda