Lára Björg selur útsýnishúsið

Lára Björg Björnsdóttir.
Lára Björg Björnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, hefur sett einbýlishús sitt við Lambastaðabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða 216 fm einbýli sem byggt var 1940. 

Um er að ræða tveggja hæða timburhús með steyptum kjallara. Húsið er skemmtilega innréttað og fær stíll fyrri ára að njóta sín í innréttingum sem fara vel við nútímalegri húsgögn. 

Í húsinu eru margir skrautlistar, bæði í lofti og meðfram gólfi sem setja svip á húsið. Hurðirnar í húsinu eru í stíl við listana. Í húsinu er að finna skemmtilegt veggfóður sem gerir heimilið hlýlegra. 

Í kringum húsið er stór garður en þar er líka verönd þar sem hægt er að njóta sólar og sjávar á sama tíma. 

Af fasteignavef mbl.is: Lambastaðabraut 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda