Bjarni og Elísabet keyptu hús Jónasar

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir hafa fest kaup á einbýlishúsi við Hávallagötu í Reykjavík. Húsið er sögufrægt fyrir margra hluta sakir en þar bjó Jónas Jónsson frá Hriflu. Samband íslenskra samvinnufélaga reisti húsið fyrir hann.  Jónas var leiðtogi á sínu sviði og var til dæmis skólastjóri Samvinnuskólans. 

Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins. Hann á heiðurinn af mörgum af þeim húsum sem setja svip sinn á Reykjavík enn þann dag í dag. Hann teiknaði til dæmis Þjóðleikhúsið, aðalbyggingu Háskóla Íslands, Akureyrarkirkju, Hallgrímskirkju og Sundhöllina í Reykjavík svo nokkur hús séu nefnd. 

Húsið er 380 fm að stærð og var byggt 1941. Vel hefur verið hugsað um húsið í gegnum tíðina. 

Nú hafa hjónin sett glæsihús sitt við Garðastræti 42 á sölu en hægt er að skoða það nánar HÉR. 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda