Gerður í Blush selur höllina

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush hefur sett einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Lesendur Smartlands þekkja heimilið ágætlega eftir að Gerður var gestur í þættinum Heimilislíf. 

Gerður hefur búið lengi í húsinu en það var byggt af móður hennar og föður og til að byrja með átti hún bara sitt unglingaherbergi í húsinu. Smátt og smátt keypti hún sig inn í húsið. Bjó fyrst í íbúð á neðri hæðinni en svo var hún búin að eignast það mikið í húsinu að hún flutti á efri hæðina og faðir hennar á neðri hæðina. 

Húsið er 404 fm að stærð. Það var byggt 2008. Úr húsinu er fallegt útsýni yfir náttúru Kópavogs þar sem stutt er í fallegar gönguleiðir. 

Af fasteignavef mbl.is: Þrymsalir 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál