Hönnuðu 800 fm höll á besta stað

Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir.
Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir.

Arkitektahjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson eiga heiðurinn af einstöku einbýlishúsi í Mar Vista í vesturhluta Los Angeles. Húsið hefur einstakt yfirbragð og er hannað á umhverfisvænan hátt. Það er nútímalegt með stórum gluggum en þar er líka hátt til lofts og vítt til veggja. 

Eigendur hússins vildu fá Erlu Dögg og Tryggva til að hanna hús fyrir sig eftir að hafa séð hönnun þeirra í erlendu tímariti. Hann er ættaður frá Miami og vildi fíling þess hluta Bandaríkjanna inn á heimilið. Hún er spænsk og vildi ákveðnar áherslur úr sínum heimi. Það er ekki hægt að segja annað en að þessir tveir ólíku heimar hafi mæst af heilindum í hönnun Erlu Daggar og Tryggva. Íslensku víkingarnir sem búa á Santa Monica í Los Angeles hlustuðu á eigendur og úr varð þetta fallega 800 fm einbýli.

Húsið í Mar Vista er umhverfisvænt og byggt eftir hugmyndum íslensku hjónanna sem reka arkitektastofuna Minarc.

Erla Dögg og Tryggvi teiknuðu húsið frá grunni en áður en hægt var að byggja það þurfti að rýma örlítið til.

„Það var bæði gamalt hús á lóðinni og líka hænsnakofi. Lóðin er í stærra lagi og má segja að hún sé í raun ein og hálf lóð ef miðað er við venjulegar stærðir eins og þær eru í nágrenninu,“ segir Erla Dögg.

Aðspurð hvað eigendurnir vildu fá á framtíðarheimilinu kemur í ljós að þau vildu geta unnið heima án truflunar og að það væri nóg pláss fyrir allt þeirra hafurtask og allir hefðu gott andrými.

„Eigendur hússins voru að leita að húsi fyrir sig og börnin sín tvö. Þau eru fjögur í heimili og vinna bæði mikið heima. Þau þurftu pláss fyrir bæði vinnu og einkalíf. Húsbóndinn starfar líka sem plötusnúður og vildi fá rými þar sem hann gæti unnið inni á heimilinu og komist í rétta stemningu,“ segir Tryggvi en í einu herberginu er hönnunin þannig að fólk gæti haldið að það væri komið á næturklúbb.

Umhverfisvæn hönnun

Húsið í Mar Vista er bæði steypt og úr við. Þar kemur stál líka við sögu og segja Erla Dögg og Tryggvi að þau hafi leitast við að hafa efnisval náttúrulegt en hlýlegt um leið.

Hvað eruð þið ánægðust með í húsinu?

„Mér finnst flott hvernig flæðið er og hvernig útisvæði og innisvæði tengjast. Svo finnst mér skemmtilegt hvernig vinstri hæðin flýtur. Það sem við erum líka ánægð með er hvernig hægt er að hanna og smíða 800 fm hús þannig að það falli vel inn í umhverfið. Húsið er gegnsætt í allar áttir án þess að það sé einhver skortur á persónulegu rými,“ segir Erla Dögg og vill meina að enginn fjölskyldumeðlimur sé eins og hann sé á sviði.

Þegar íslensku arkitektahjónin eru spurð að því hvað þau séu að gera þessa dagana segja þau að það sé mikið að gerast í verksmiðjunni þeirra þar sem þau framleiða tilbúnar einingar sem hægt er að byggja draumahúsið úr. Einingarnar eru 100% umhverfisvænar og smart.

„Litlu húsin seljast eins og heitar lummur og svo erum við að vinna að veitingastað við sjóinn og að hanna einbýlishús um allan heim,“ segir Erla Dögg.

Fram undan er sumarið með tilheyrandi ferðalögum og fuglasöng.

„Í sambandi við vinnuna er planið bara að halda áfram og gera meira og gera betur. Við viljum þroskast og dafna. Er það ekki það sem allir vilja?“ segir Erla Dögg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda