Vill ekki mikið hvítt inn á heimilið

Katrín Kristinsdóttir fjármálahagfræðingur hjá Íslandssjóðum á fallegt heimili í Kópavogi.
Katrín Kristinsdóttir fjármálahagfræðingur hjá Íslandssjóðum á fallegt heimili í Kópavogi.

Katrín Kristinsdóttir, fjármálahagfræðingur hjá Íslandssjóðum, og kærasti hennar Matthías Orri Sigurðsson körfuboltaspekingur keyptu sér fallega íbúð í Kópavogi á síðasta ári. Katrín hefur búið í Kópavogi meirihluta ævinnar og líður best þar. Eldhúsið er uppáhalds rými Katrínar en þar ráða dökkir litir og granítsteinn ríkjum. 

„Það er margt sem heillaði við íbúðina en það sem mætti helst nefna eru fallegir stórir gluggar, mikil lofthæð og fallegar innréttingar og gólf, en fyrrum eigandi hafði fengið Berglindi Berndsen innanhússarkitekt til þess að hanna íbúðina,“ segir Katrín en þau bjuggu áður í annarri íbúð í sömu götu. 

Þau breyttu litlu eftir að þau fluttu inn þar sem íbúðin var næstum því alveg eins og þau vildu hafa hana. Þau lækkuðu þó einn vegg á milli eldhús og stofu til að opna rýmið.

„Ég vil hafa hlýtt andrúmsloft og er til dæmis ekki mikið fyrir hvítt inn á heimilið, hvorki hvíta veggi eða húsgögn,“ segir Katrín spurð hvaða andrúmsloft þau langaði til að skapa á heimilinu. Stíllinn sem Katrín sækist eftir að ná er blanda af minimalisma, skandínavískum stíl og rustic. 

Velur tímalaus húsgögn

Þegar kemur að því að velja inn húsgögn og muni hugar hún mest að því að efniviðnum og er hrifnust af húsgögnum úr gegnheilum við, leðri og stáli. „Svo er líka mikilvægt að velja sér frekar tímalaus húsgögn sem passa við flest. Ég ætti til að mynda mjög erfitt með að vera með marga tóna af við inni í sama rými og vel því yfirleitt svart bæsaðan við.“

Katrín og Matthías velja húsgögnin saman inn á heimilið og eru þau oftast sammála. „Við höfum hægt og rólega verið að sanka að okkur húsgögnum og höfum tekið okkur tíma í að velja hlutina vel. Við pælum mikið í gæðum og viljum velja fallega stílhreina hönnun, pælum ekki mikið í tískubylgjum þegar kemur að heimilinu,“ segir Katrín. 

„Ég fæ svo að velja inn smáhluti og skreytingar en ég hef gert þau mistök að vera með of mikið af skreytingum. Ég reyni að velja smáhluti sem passa við húsgögnin í rýminu og hef það einmitt að leiðarljósi að best sé að kaupa nokkuð stílhreinar skreytingar sem maður fær ekki leið á. En ég á það til að fá aðstoð með val og uppstillingar frá góðri vinkonu minni henni Stellu Birgisdóttur sem er lærður innanhúshönnuður og rekur BÉTON studio ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt.“

Hvaða rými er þitt uppáhalds í íbúðinni?

„Eldhúsið klárlega, elska granítið og bæsuðu eikina.“

Hvaða húsgagn dreymir þig um að kaupa?

„Svarta Kjarval stóla við borðstofuborðið og Louis Poulsen Panthella gólflampinn eru efst á lista núna.“

Eldhúsið er uppáhalds rými Katrínar.
Eldhúsið er uppáhalds rými Katrínar. mbl.is/Arnþór Birkisson
Í stofunni er gullfallegur Rodeo sófi frá Tekk. Stólarnir eru …
Í stofunni er gullfallegur Rodeo sófi frá Tekk. Stólarnir eru Camerich lema leðurstólar sem fást í Heimahúsinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Katrín Kristinsdóttir innlit
Katrín Kristinsdóttir innlit mbl.is/Arnþór Birkisson
Katrín leggur upp með að velja smáhluti sem passa vel …
Katrín leggur upp með að velja smáhluti sem passa vel við húsgögnin. Á borðinu má sjá kertastjaka frá Iittala. mbl.is/Arnþór Birkisson
Borðstofustólarnir eru Stockholm úr Ikea.
Borðstofustólarnir eru Stockholm úr Ikea. mbl.is/Arnþór Birkisson
Katrín og Matthías ákváðu að taka niður vegginn milli eldhús …
Katrín og Matthías ákváðu að taka niður vegginn milli eldhús og stofu til að opna rýmið meira. mbl.is/Arnþór Birkisson
Ljósið er 101 Copenhagen keypt í Norr11.
Ljósið er 101 Copenhagen keypt í Norr11. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Katrín segist einu sinni hafa gert þau mistök að vera …
Katrín segist einu sinni hafa gert þau mistök að vera með of mikið að skrautmunum. Nú velur hún frekar vel og hefur færri. mbl.is/Arnþór Birkisson
Borðstofuborðið er úr Ego Decor.
Borðstofuborðið er úr Ego Decor. mbl.is/Arnþór Birkisson
Rúmgaflinn er frá Restoration hardware.
Rúmgaflinn er frá Restoration hardware. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál